Árekstur á Reykjanesbraut - kafla brautarinnar lokað
Árekstur varð á Reykjanesbraut rétt við hringtorgið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar nú laust fyrir hádegi. Fólksbíl og vörubíl lenti saman en engir farþegar voru í báðum bifreiðum fyrir utan ökumenn. Ökumaður fólksbílsins slasaðist og var fluttur til aðhlynningar á HSS, en þaðan í Reykjavík til frekari athugunar. Ekki er þó talið að hann sé alvarlega slasaður.
Lögreglan hefur lokað Reykajnesbraut milli gatnamóta Aðalgötu og að gatnamótum Flugvallarvegar. Ökumönnum er því bent á það að fara þar í kring ætli þeir sér upp í flugstöð eða í þá áttina.
Myndir [email protected]: Lokað er um Reykjanesbraut milli rauðu punktana á kortinu.