Árekstur á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar
- Ökumenn fluttir á HSS
Árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar síðasta þriðjudag og voru ökumenn fluttir a Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að áreksturinn hafi orðið með þeim hætti að öðrum bílnum var ekið inn á Reykjanesbrautina og í veg fyrir hinn. Bílarnir voru báðir óökufærir eftir óhappið og því fjarlægðir með dráttarbifreið.
Lögreglunni var tilkynnt um árekstur tveggja bíla á milli Garðs og Keflavíkur í gær. Engin meiðsl urðu á fólki en talsverðar skemmdir á bílunum.