Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Árekstur á Ísólfsskálavegi
Þriðjudagur 14. febrúar 2006 kl. 09:13

Árekstur á Ísólfsskálavegi

Um kvöldmatarleytið í gær var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um harðan árekstur á Ísólfsskálavegi skammt frá Krísuvíkurbergi. Engin slys urðu á fólki en bifreiðarnar voru mikið skemmdar eftir óhappið, þær skullu saman á blindhæð þar sem þær komu úr gagnstæðri átt. Báðar bifreiðarnar voru óökufærar eftir áreksturinn.

Þá voru tveir ökumenn í  umdæminu kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á Hringbraut í Reykjanesbæ og hinn á Reykjanesbraut og einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot. 



 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024