Fimmtudagur 16. ágúst 2001 kl. 14:29
Árekstur á Hafnargötu
Harður árekstur varð á mótum Skólavegar og Hafnargötu rétt fyrir hádegi í dag. Önnur bifreiðin var að koma austur Skólaveginn og hin norður Hafnargötu. Einn aðili var fluttur á Heilbrigðistofnun Suðurnesja til skoðunar en hann reyndist vera ómeiddur.