Árekstur á gatnamótum Iðavalla og Aðalgötu
Nokkuð harður árekstur varð á gatnamótum Iðavalla og Aðalgötu í Keflavík í gærmorgun. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna meiðsla í öxl og hendi. Ökumaðurinn í hinni bifreiðinni fór sjálfur á slysadeild vegna eymsla í höndum. Báðar bifreiðarnar voru fluttar burtu með kranabifreið.
Myndin: Gatnamót Aðalgötu og Iðavalla. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson