Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árekstrar og óhöpp á Suðurnesjum
Mánudagur 28. október 2013 kl. 10:37

Árekstrar og óhöpp á Suðurnesjum

Talsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Tvær bifreiðar rákust saman á Grindavíkurvegi og aðrar tvær á Stapabraut. Í síðarnefnda tilvikinu ók ökumaður, sem var á biðskyldu í veg fyrir aðra bifreið.  Engin slys urðu á fólki.

Þá var ekið á ljósastaur á bifreiðaplani við Húsasmiðjuna í Njarðvík og annar ökumaður ók niður umferðarskilti við Reykjaneshöllina.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024