Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 23. maí 2001 kl. 09:40

Árekstrar og hraðakstur

Að sögn Karls Hermannssonar hjá lögreglunni í Keflavík var síðasta vika fremur róleg. Nokkuð var þó um árekstra og hraðakstur.Tveir bílar lentu í árekstri á mótum Flugvallavegar og Sunnubrautar sl. fimmtudag. Fjórir aðilar voru fluttir á sjúkrahúsið en meiðsli voru ekki talin vera alvarleg. Bifreiðarnar voru fluttar af staðnum með dráttarbifreið.
Harður árekstur varð á Hringbraut næsta dag á móts við Norðurtún. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Áverkar hans voru ekki taldir vera alvarlegir.
Ökumaður ók á ljósastaur við Aðalgötu, framan við Ný-Ung. Ökumaður fékk skurð á höfuðið og bifreiðin var flutt af vettvangi með dráttarbifreið. Einn var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur að morgni laugardagsins og 16 aðilar kærðir fyrir hraðakstur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024