Arður til uppbyggingar Keilis
Eigendur Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, hafa ákveðið að ekki verði greiddur arður úr félaginu. Ákveðið hefur verið að allur arður sem verður til í félaginu verði notaður til að byggja upp skólann, í samræmi við markmið hans, segir í tilkynningu frá stjórn Keilis.
Með þessu er tryggt að allt fé skólans, opinbert fé jafnt sem sjálfsaflafé rennur til þess að bæta og þróa aðstöðu, kennslu og kennsluhætti þannig að hann verði ávallt í fararbroddi á sínum sviðum. Þannig sýna eigendur Keilis stuðning sinn við menntun og uppbyggingu atvinnulífs, ekki bara í Reykjanesbæ heldur landinu öllu.