Árásarvélar tíðir gestir í Keflavík
– á leið til Bandaríkjanna eftir verkefni í Evrópu
Átta bandarískar A10 árásárvélar hafa verið tíðir gestir á Keflavíkurflugvelli í sumar. Í gær kom flugsveit skipuð átta A10 árásarþotum til Keflavíkur. Með þotunum voru tvær eldsneytisvélar og birgðaflutningavél.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru vélarnar á leiðinni til Bandaríkjanna eftir verkefni í Evrópu.
VF-myndir: Hilmar Bragi