Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árásarmenn sagðir búa í Reykjanesbæ
Sunnudagur 23. mars 2008 kl. 14:24

Árásarmenn sagðir búa í Reykjanesbæ

Lögreglan telur að árásarmennirnir sem réðust inn í hús í Breiðholti í Reykjavík í gær vopnaðir járnrörum, hafnaboltakylfum, hömrum, sleggju og öxi, séu búsettir í Reykjanesbæ. Þeirra er enn leitað. 

Árásarmennirnir flúðu af vettvangi í gær á tveimur bílum. Annar var stöðvaður á Reykjanesbraut en hinn hefur ekki fundist. Sjö menn eru sárir eftir árásina og þar af einn alvarlega slasaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkvæmt því sem fram kemur á fréttavef Vísis.is þá eru allir aðilarnir sem komu að málinu, bæði fórnarlömb og árásarmenn, erlendir ríkisborgarar.

Mynd: Frá handtökunni á Reykjanesbraut í gærdag. Ljósmynd: Hilmar Bragi