Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árangursríkur kleinufundur þingmanns og flautuleikara
Mynd frá kleinufundinum góða.
Laugardagur 16. nóvember 2013 kl. 11:19

Árangursríkur kleinufundur þingmanns og flautuleikara

Þau Vilhjálmur Árnason alþingismaður Suðurkjördæmis og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari hittust á kaffifundi í eftirmiðdaginn í gær og hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu eftir fundinn. Þau fengu sér bæði te og gæddu sér á kleinum frá dullarfullum aðdáanda eins og segir í tilkynningunni.

Á fundinum fóru yfir ýmis málefni, ræddu um Sinfóníuhljómsveit Íslands og lögregluna, niðurskurð, fjárfestingar og stöðu ríkisins. Einnig ræddu þau um mikilvægi öryggismála og heilbrigðismála og hlutverk menningar í samfélaginu. Þau voru sammála um að menning og listir er meðal þess sem skilar miklu til samfélagsins og er nauðsynleg, rétt eins og lögregla og heilbrigðisstofnanir. Þau voru líka sammála um mikilvægi þess að forgangsraða fjármunum ríkisins. Fjármunum þarf að verja þannig að þeir nýtist sem flestum á sem hagkvæmastan máta.

Allir málaflokkar eiga að þola það að í þeim sé skoðað hvort fjármunum er varið skynsamlega eða hvort hagræða megi innan þeirra. Það ætti að gera án þess að efast sé um mikilvægi hvers málaflokks eða þeim sé att gegn hverjum öðrum.

Það er von þeirra beggja eftir uppbyggilegan fund að hann hvetji til frekari málefnalegra og heilbrigðra umræðna til að komast að niðurstöðu um málefni sem skipta alla Íslendinga máli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024