ÁRANGUR Í SKÓLASTARFI - AÐALEFNI FUNDAR SSS SEM FRAM FER Í KEFLAVÍK UM HELGINA
Meginumfjöllunarefni fundarinns verður “ árangur í skólastarfi“, sagði Skúli Skúlason, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum en aðalfundur sambandsins verður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja föstudag og laugardag. „Það er ljóst að nú standa yfir miklar fjárfestingar við einsetningu grunnskólanna og það eru bundnar miklar væntingar við að árangur í skólastarfinu aukist samhliða þessum breytingum. Sveitarfélög eins og Reykjanesbær hefur skýra framtíðarsýn í gegnum sína skólastefnu, með áformum um samningsstjórnun og fleira mætti nefna. Markvisst þróunarstarf er að aukast í skólum á svæðinu og allt er þetta liður í því að gera Suðurnesin byggilegri, bæði fyrir þá sem hér alast upp og þá sem hingað vilja flytjast. Á laugardeginum verða 4 fyrirlestrar um skólamál sem örugglega verða sveitarstjórnarmönnum gagnlegir“.Aukin útgjöldSkúli segir að annað mál sem fara þurfi vel yfir séu tekjustofnar sveitarfélaganna. „Á síðustu árum hefur ríkisvaldið samþykkt lög og reglugerðir sem kallað hafa á aukin útgjöld fyrir sveitarfélögin. Bara það að hækka sjálfræðisaldur úr 16 árum í 18 ár kallar á aukin útgjöld úr sveitarsjóðum, annað dæmi er þegar lífeyrissparnaður almennra starfsmanna skuli ekki skattlagður. Það minnkaði útsvarstekjur sveitarfélaga o.s.frv. Áætlað er að ráðstafanir ríkisins á síðustu 9 árum hafi minnkað tekjur sveitarfélaganna um 16 milljarða. Á sama tíma eru verkefni eins og skólamálin að færast frá ríkisvaldi til sveitarfélaga. Tekjustofnar sveitarfélaganna þurfa sannarlega að aukast og ríkisvaldið verður að koma á móts við sveitarfélögin.“ReykjanesbrautinSkúli segir menn hafa verulega áhyggjur af tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. „Í þessari miklu umræðu um að draga saman í framkvæmdum vegna þennslunnar hef ég áhyggjur ef seinka á áformum um tvöföldunina. Við Suðurnesjamenn höfum viljað flýta þeim framkvæmdum. Það er deginum ljósara að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur sprengt allt utan afsér og líka vegna Schengen ætlum við að stækka hana. Það er að mörgu leiti sama umferð sem fer um Reykjanesbraut og um flugstöðina. Tölur frá vegagerðinni sína um 8 % aukningu á umferð milli áranna 1997 - 1998. Árið1997 fóru 5870 bílar um brautina á sólarhring en 6330 árið 1998. Á sama hátt er það öryggisatriði fyrir vegfarendur að tvöfalda en á árunum 1992-1996 voru að meðaltali 40 slys á brautinni á kaflanum frá Krísuvík til Keflavíkur.“Stórar ákvarðanir hafa þegar verið teknar varðandi málefni Sorpeyðingarstöðvarinnar en Skúli á ekki von á að málefni hennar verði mikið til umræðu á aðalfundinum. Þau mál eru í vinnslu hjá stjórn stöðvarinnar. Þó er geysileg vinna framundan hjá okkur í nýju umhverfi. Við höfum sett markið á að byggja flokkunarstöð og brennsluofn samkvæmt ítrustu umhverfiskröfum umhverfiskröfum.“Samstarf sveitarfélagannaÁ síðasta aðalfundi var mikil umræða um samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum og þið, fulltrúar Reykjanesbæjar tölduð ákveðin tímamót í ljósi stærðar Reykjanesbæjar innan samstarfsins.„Samstarfið hefur gengið ágætlega á árinu. Línur hafa skýrst að mínu viti milli Reykjanesbæjar og hinna sveitarfélaganna ef svo mætti að orði komast. Nú bíður okkar samstarf við samtök sveitarfélaga á suðurlandi vegna breytts kjördæmaskipans og því líklegra í mínum huga en hitt að SSS þróist áfram í að halda utan um ýmis sameiginleg hagsmunamál heldur en rekstur“, sagði Skúli Skúlason, sem lætur af formennsku sambandsins um helgina en skipt er um formann þess á hverjum aðalfundi.