Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 3. janúar 2002 kl. 14:02

Áramótagleði í Sandgerði

Brennan á gamlárskvöld í Sandgerði tókst vel og hefur bálkösturinn líklega aldrei verið stærri. Það var mjög fjölmennt og greinilegt að rok og rigning
nægði ekki til að halda fólki heima. Flugeldasýning Sigurvonar var að
venju stórglæsileg og kraftmikil.
Á nýjarsdag þurfti slökkvilið Sandgerðisbæjar síðan að koma og slökkva glóðirnar í brennunni eftir að hún hafði logað í eina 12 tíma. Vindátt hafði breyst í bænum og bárust kvartanir frá íbúum um reykmengun sem var að angra þá. Slökkviliði dældi 12 þúsund lítrum að vatni og rótaði í rústunum með gröfu til að vera vissir um að hafa örugglega slökt allar glæður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024