Áramótabrennur í öllum byggðum nema Reykjanesbæ
Áramótabrennur verða í öllum byggðarlögum Suðurnesja nema Reykjanesbæ í kvöld. Í Grindavík verður kveikt í brennu á Bótinni kl. 20:30. Þar er kominn myndarlegur bálköstur og sannarlega gott brennuveður, segir Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík.
Kveikt verður í áramótabrennu Sandgerðisbæjar í kvöld kl. 20:00. Brennan og flugeldasýning eru í umsjón Björgunarsveitarinnar Sigurvonar. Áramótabrennan er staðsett við stafnesveg, sunnan íþróttasvæðis knattspyrnufélagsins Reynis eins og undanfarin ár.
Áramótabrennan í Garði er við gamla malarvöllinn við Sandgerðisveg. Brennan er í umsjón Björgunarsveitarinnar Ægis og verður kveikt í brennunni kl. 20:30. Flugeldasýning verður í boði Sveitarfélagsins Garðs. Það viðrar vel í Garði og er búist við fjölmenni að brennunni þar. Á síðasta ári komu margir úr Reykjanesbæ til að fylgjast með brennunni í Garði og er búist við fjölmenni í kvöld.
í Vogum verður áramótabrenna eins og undanfarin ár og hefst kl. 20:00