Áramótabrennur á Suðurnesjum
Í Reykjanesbæ verða tvær áramótabrennur um þessi áramót, önnur staðsett á kambinum við Innri-Njarðvík og hin á milli Heiðargils og Hringbrautar í Keflavík. Áramótabrennur verða einnig á öðrum þéttbýlisstöðum á Suðurnesjum sem hér segir:
Sandgerði
Áramótabrenna sunnan við íþróttasvæði Reynis í Sandgerði.
Kveikt í brennu kl. 20:00.
Grindavík
Ármótabrenna vestan við Grindavík vestan Litlubótar.
Kveikt í brennu kl. 20:00.
Garður
Áramótabrenna við íþróttasvæði Gerðahrepps á gamla malarvellinum.
Kveikt verður í brennunni kl. 20:30.
Reykjanesbær
Tvær áramótabrennur verða í Reykjanesbæ.
Staðsett á kambinum við Innri-Njarðvík.
Kveikt verður í þeirri brennu kl. 20:00
Staðsett á milli Heiðargil og Hringbrautar í Keflavík.
Kveikt verður í henni kl. 21:00.
Vogar
Brenna norðan við íþróttavöllinn í Vogum.
VF-ljósmynd/HBB: Frá áramótabrennu í Keflavík.