Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. janúar 1999 kl. 18:53

ÁRAMÓTABRENNUR

Áramótabrennur verða með hefðbundnu sniði í öllum byggðarlögum á Suðurnesjum á gamlárskvöld. Aðalbrennan í Reykjanesbæ er í Innri Njarðvík en einnig verða tvær brennur í Keflavík, ofan Bragavalla og neðan Heiðargils. Engin brenna verður í Höfnum í ár. Í Garðinum verður brenna við Sandgerðisveg og í Sandgerði verður hún við íþróttasvæðið. Vogamenn kveikja í bálkesti við íþróttasvæði sitt og Grindvíkingar hafa í allt haust safnað í bálköst einn mikinn við innkomuna í bæinn. Hjá Brunavörnum suðurnesja fengust þær upplýsingar að kveikt verður í flerstum brennunum um og uppúr kl. 20 Á gamlárskvöld. Í Heiðargili ætla menn hins vegar að kveikja í sinni brennu kl. 22
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024