Áramótablað Víkurfrétta í dreifingu á morgun
Áramótablað Víkurfrétta er farið í prentun en blaðinu verður dreift um öll Suðurnes á morgun, þar sem blaðið mun liggja frammi á öllum okkar dreifingarstöðum. Rafræna útgáfu blaðsins má lesa hér að neðan.
Efni blaðsins er fjölbreytt en m.a. er ítarlegt viðtal við Sveindísi Jane Jónsdóttur, knattspyrnukonu úr Keflavík, sem er komin í atvinnumennsku. Hún hefur verið keypt af þýsku stórliði en byrjar atvinnuferilinn þó í Svíþjóð.
Í blaðinu segjum við frá haustútskrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja, greinum ítarlega frá styrkveitingum Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja, sjáum myndir af jólahúsum í Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ, heimsækjum nýja hár- og snyrtistofu og sáum mynd af jólabarninu á Suðurnesjum.
Ýmislegt annað áhugavert í blaði vikunnar og síðasta blaði ársins 2020 frá Víkurfréttum.