Arahólsvarða í Vogum þarfnast lagfæringa
Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur óskað eftir því að umhverfinefnd Sveitarfélagsins Voga ræði ástand Arahólavörðu og samþykki að unnið verði að endurbótum á henni. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar í síðustu viku.
Í afgreiðslu umhverfisnefndar segir að nefndin taki undir með félaginu að varðan þarfnast lagfæringar. Hafa þurfi í huga lög um friðuð mannvirki við endurbæturnar og leita ráða sérfróðra svo vel megi fara. Bæjarstjóra Voga er falið að koma verkinu í réttan farveg.