Appelsínuguli dagurinn í dag
Appelsínuguli dagurinn er í dag 25. júlí. Sameinu þjóðirnar og UN Women standa fyrir deginum sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi og til að tala um ofbeldi gegn konum sem er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum.
UN Women á Íslandi hvetur fólk til að klæðast appelsínugulu í dag. En appelsínugula deginum, sem Sameinuðu þjóðirnar og UN Women á heimsvísu standa fyrir, er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi.
Hanna Eiríksdóttir, verkefnastýra hjá UN Women á Íslandi, segir í samtali við vefsíðu Ríkisútvarpsins að mikilvægt sé að rætt sé um ofbeldi gegn konum sem sé eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum.
„Með appelsínugula deginum erum við náttúrulega að hvetja fólk bara til þess að tala saman. Það sem er mjög sniðugt við þennan lit er að hann er áberandi. Hann vekur fólk til umhugsunar. Ég get alveg ímyndað mér að það skapist skemmtilegar umræður við kaffivélina - Hey! Þú ert nú í svolítið appelsínugulum buxum! - Já, ég skal segja þér afhverju. Það er það sem er svo mikilvægt því ef við ætlum að sjá breytingar í samfélaginu okkar þá verðum við að byrja á því að tala saman,“ sagði Hanna Eiríksdóttir verkefnastýra hjá UN Women á Íslandi ennfremur í samtali við RÚV.