Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Antonov umskipar farmi á Keflavíkurflugvelli
Sunnudagur 28. janúar 2007 kl. 17:59

Antonov umskipar farmi á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur var notaður um helgina sem nokkurs konar umskipunarhöfn fyrir hérhæfðan farm sem var á leið frá Bandaríkjunum til Saudi-Arabíu. Fyrirtækið Vallarvinir á Keflavíkurflugvelli þjónustar Antonov-flutningavélar sem reglulega hafa viðkomu á vellinum. Um helgina voru hér annars vegar Antonov 124 og hins vegar Antonov 22, sem er komin til ára sinna og er með fjóra skrúfumótora og tvær skrúfur á hverjum mótor.

Antonov 124 vélin flutti sérhæfðan búnað til olíuvinnslu frá Houston í Texas í Bandaríkjunum hingað til lands. Hér var búnaðurinn tekinn úr vélinni og settur yfir í Anotnov 22 sem síðan flutti búnaðinn niður til Saudi-Arabíu.

Ástæðan fyrir því að búnaðinum var umskipað hér á landi var sá að Antonov 124 vélin var bundin í öðru verkefni og hafði ekki tíma til að fara niður til Saudi-Arabíu. Þá var Keflavík einnig valin sem umskipunarhöfn þar sem hér er fáanlegt eldsneyti sem ekki var í boði á öðrum flugvelli sem kom til greina.

Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Víkurfréttir að Keflavíkurflugvöllur væri ákjósanlegur sem umskipunarhöfn fyrir flugvélar. Staðsetningin hér í miðju Atlantshafinu milli Bandaríkjanna og Austur-Evrópu væri ákjósanleg.

Sjá einnig í Vefsjónvarpi Víkurfrétta viðtal og myndir.

Mynd: Antonov 22 á Keflavíkurflugvelli í gær. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024