Antonov risaþota með pallbíl í eftirdragi?
Við höfum áður fjallað um risastórar Antonov flutningavélar sem hafa reglulega viðkomu á Keflavíkurflugvelli á ferðum sínum á milli heimsálfa. Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, tók meðfylgjandi ljósmyndir á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis og er engu líkara en Antonov-þotan sé með pallbílinn í eftirdragi. Um er að ræða amerískan pallbíl af stærstu gerð en í samanburði við flugvélina er hann agnarsmár...
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson