Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Anton og Úrsúla leiða lista Framsóknar í Suðurnesjabæ
Föstudagur 18. mars 2022 kl. 10:26

Anton og Úrsúla leiða lista Framsóknar í Suðurnesjabæ

Framboðslisti Framsóknar í Suðurnesjabæ var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi. Anton Guðmundsson, matreiðslumeistari og formaður Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar, leiðir lista flokksins og Úrsúla María Guðjónsdóttir, meistaranemi í lögfræði skipar annað sæti listans. Það er mikill hugur í hópnum sem er að bjóða sig fram fyrir Framsókn í Suðurnesjabæ. Sveitarfélagið er ört stækkandi sem kallar á uppbyggingu innviða.

Í ræðu á fundinum sagði Anton Guðmundsson að framundan væru spennandi tímar. „Við viljum setja málefni barnafjölskyldna í forgang. Einnig viljum við bregðast við vandanum á húsnæðismarkaði með því að bjóða upp á fleiri lóðir til úthlutunar í Suðurnesjabæ. Það er gríðarlega ánægjulegt að við skulum bjóða fram svona ungan og öflugan lista. Frambjóðendur Framsóknar munu halda áfram að fjárfesta í fólki og vera hreyfiafl framfara í samfélaginu,“ sagði Anton.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úrsúla María Guðjónsdóttir, meistaranemi í lögfræði, sagðist virkilega þakklát og ánægð að fá að vinna með þessu frábæra fólki sem er á framboðslistanum. „Listinn samanstendur af ungu fólki og fólki með reynslu, úr báðum byggðarkjörnum, en allir eiga það sameiginlegt að vilja efla og betrumbæta Suðurnesjabæ. Ég trúi því að það séu svo sannarlega bjartir tímar framundan þar sem allir eiga möguleika að koma á framfæri skoðunum sínum og hafa áhrif. Það eru fullt af tækifærum í Suðurnesjabæ sem þarf bara að grípa,“ sagði Úrsúla María á fundinum.

Framboðslisti Framsóknar í Suðurnesjabæ:

  1. Anton Guðmundsson, 29 ára, matreiðslumeistari, Sandgerði.
  2. Úrsúla María Guðjónsdóttir, 27 ára, meistaranemi í lögfræði, Garði.
  3. Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, 25 ára, sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur og gæðastjóri, Sandgerði.
  4. Sigfríður Ólafsdóttir, 27 ára, meistaranemi í félagsráðgjöf og sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði á Suðurnesjum, Garði.
  5. Gísli Jónatan Pálsson, 38 ára, trésmiður og nemi í húsasmíði, Sandgerði.
  6. Elvar Þór Þorleifsson, 34 ára, umsjónarmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði.
  7. Baldur Matthías Þóroddsson, 28 ára, sundlaugarvörður í Íþróttamiðstöðinni Garði, Sandgerði.
  8. Agata Maria Magnússon, 37 ára, starfsmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði.
  9. Elías Mar Hrefnuson, 33 ára, Sandgerði.
  10. Óskar Helgason, 48 ára, pípulagningarnemi, Sandgerði.
  11. Hulda Ósk Jónsdóttir, 42 ára, nemi í kennslufræði og starfsmaður á leikskóla, Sandgerði.
  12. Karel Bergmann Gunnarsson, 27 ára, flugöryggisvörður hjá Isavia, Garði.
  13. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, 57 ára, Garði.
  14. Gunnlaug María Óskarsdóttir, 20 ára, stuðningsfulltrúi, Sandgerði.
  15. Jóhanna Óttars Sigtryggsdóttir, 37 ára, leikskólaliði og hópstjóri á leikskólanum Sólborg, Sandgerði.
  16. Guðrún Sif Pétursdóttir, 31 árs, hópstjóri og kjarnastýra á leikskóla, Sandgerði.
  17. Rebekka Ósk Friðriksdóttir, 27 ára, snyrtifræðingur, Sandgerði.
  18. Jón Sigurðsson, 72 ára, bóndi, Sandgerði.