Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Annríki í sjúkraflutningum á langri helgi
Mánudagur 20. júní 2016 kl. 13:08

Annríki í sjúkraflutningum á langri helgi

Mikið annríki hefur verið hjá sjúkraflutningsmönnum Brunavarna Suðurnesja frá því á þjóðhátíðardaginn, sem var sl. föstudag. Samtals hafa verið 34 sjúkraflutningar síðustu þrjá sólarhringa.

Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, fóru sjúkraflutningamenn í þrettán sjúkraflutninga. Tíu voru á dagvaktinni og þrír á næturvaktinni.

Á laugardaginn voru fimm sjúkraflutningar.

Í gær, sunnudag, var mjög mikið annríki en þá voru fjórtán sjúkraflutningar á dagvaktinni og tveir á næturvaktinni. Þar af voru sex flutningar til Reykjavíkur.

Sex sinnum gerðist það að tveir bílar voru í útkalli á sama tíma og einu sinni voru þrír bílar í útkalli samtímis.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja var bæði um að ræða útköll vegna slysa og veikinda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024