Annríki í grindvískum sjúkraflutningum
Veikindi Grindvíkinga hafa valdið tímabundnu annríki í sjúkraflutningum frá Grindavík. Þannig er sjúkrabíll Grindvíkinga nú upptekinn við sjúkraflutning og annar sjúkrabíll var sendur frá Reykjanesbæ til Grindavíkur á sama tíma þar sem koma þurfti öðrum aðila undir læknishendur. Ekki er vitað um alvarleika veikindanna á þessari stundu.