Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Annríki hjá sjúkraflutningsmönnum
Mánudagur 21. maí 2007 kl. 10:58

Annríki hjá sjúkraflutningsmönnum

Mikið annríki hefur verið hjá sjúkraflutningsmönnum Brunavarna Suðurnesja síðustu tvo sólarhringa. Frá því kl. 08 á laugardagsmorgun til kl. 08 í morgun, mánudag, hafa sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn sinnt samtals 29 útköllum. Þau hafa verið mis alvarleg. Sum vegna veikinda og önnur vegna slysa.

Í gærkvöldi voru allir sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja í útköllum á sama tíma. Áhorfendur á leik Keflavíkur og FH urðu t.a.m. vitni að einu útkallinu þegar áhorfandi á leiknum fékk hjartastopp. 

Gæslumönnum og sjúkraflutningsmönnum tókst að koma hjarta mannsins í gang að nýju.

Mynd: Frá Keflavíkurvelli í gær þar sem áhorfandi hlaut hjartastopp - en komst til lífs að nýju.

 

 

 

 

 

 

 

.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024