Annríki hjá sjúkraflutningsmönnum
 Mikið annríki hefur verið hjá sjúkraflutningsmönnum Brunavarna Suðurnesja síðustu tvo sólarhringa. Frá því kl. 08 á laugardagsmorgun til kl. 08 í morgun, mánudag, hafa sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn sinnt samtals 29 útköllum. Þau hafa verið mis alvarleg. Sum vegna veikinda og önnur vegna slysa.
Mikið annríki hefur verið hjá sjúkraflutningsmönnum Brunavarna Suðurnesja síðustu tvo sólarhringa. Frá því kl. 08 á laugardagsmorgun til kl. 08 í morgun, mánudag, hafa sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn sinnt samtals 29 útköllum. Þau hafa verið mis alvarleg. Sum vegna veikinda og önnur vegna slysa.
Í gærkvöldi voru allir sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja í útköllum á sama tíma. Áhorfendur á leik Keflavíkur og FH urðu t.a.m. vitni að einu útkallinu þegar áhorfandi á leiknum fékk hjartastopp.  
Gæslumönnum og sjúkraflutningsmönnum tókst að koma hjarta mannsins í gang að nýju.
Mynd: Frá Keflavíkurvelli í gær þar sem áhorfandi hlaut hjartastopp - en komst til lífs að nýju.
.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				