Þriðjudagur 14. maí 2002 kl. 16:16
Annríki hjá sjúkraflutningsmönnum
Annríki hefur verið sjúkraflutningsmönnum Brunavarna Suðurnesja í allan dag. Það sem af er degi hafa sjúkrabílar BS farið í sex flutninga. Að sögn Ómars Ingimarssonar hafa flutningarnir bæði verið vegna slysa og veikinda.