Annríki hjá lögreglunni
Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft í nógu að snúast í dag.
Lögreglan kom manni til hjálpar í Keflavík snemma í morgun. Hann var ökklabrotinn með töluverða áverka í andliti. Maðurinn hafði verið gestkomandi í húsi skammt frá, hann var
fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík.
Þar sem maðurinn hafði greinilega orðið fyrir árás réðust lögreglumenn til inngöngu í húsið sem hann var gestkomandi fyrr og þáðu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Samtals voru átta aðilar handteknir vegna málsins.
Réttindalaus í árekstri
Í hádeginu var lögreglan vitni að því þegar ökumaður ók réttindalaus í veg fyrir aðra bifreið. Tjónvaldur reyndi að komast undan en lögregla stöðvaði för hans skömmu síðar og kom þá í ljós að hann var réttindalaus.
Innbrot í Njarðvík
Um klukkan 14:00 var tilkynnt um innbrot í hús í Njarðvík. Lögreglan fór á vettvang og voru þá tveir menn í íbúðinni sem eru grunaðir um innbrotið. Voru þeir handteknir og vistaðir í fangageymslu.
Handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna
Einn ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit fundust tvö grömm af meintu amfetamíni. Ökumaðurinn var látin laus eftir yfirheyrslu.
Einn ökumaður bifreiðar var stöðvaður á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs, var hann einnig grunaður um ölvun við akstur.