Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 19. október 2002 kl. 11:23

Annríki hjá lögreglu í nótt

Nokkuð annríki var hjá lögreglunni í Keflavík í nótt. Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir umferðarlagabrot þar sem annar aðilinn virti ekki stöðvunarskyldu og hinn var ekki með ökuréttindi. Lögreglan hafði afskipti af þremur 14-15 ára unglingum vegna áfengisneyslu, en foreldrar voru látnir vita og náðu í drengina á lögreglustöð. Foreldrar fjögurra 15 ára unglinga voru einnig látnir vita þar sem unglingarnir virtu ekki útivistartíma. Ökutæki var stöðvað við hefðbundið eftirlit lögreglu á Reykjanesbraut í nótt og voru ökumaður og farþegi handteknir vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Við leit í bifreiðinni fannst lítilræði af kannabisefnum. Í nótt voru 3 menn handteknir vegna óláta. Tveir þeirra ætluðu að gera sig heimakomna í einkasamkvæmi og þegar lögreglan kom á staðinn brugðust þeir illa við. Þeir gista nú fangageymslur lögreglunnar í Keflavík. Þriðji maðurinn var handtekinn síðar um nóttina og gistir hann einnig fangageymslur lögreglunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024