Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Annríki hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum - bátar vélarvana um allan sjó
Fimmtudagur 10. júní 2010 kl. 14:05

Annríki hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum - bátar vélarvana um allan sjó

Annríki hefur verið síðustu daga hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum við hin ýmsu verkefni. Verkefnin hafa bæði verið á sjó og landi. Þannig hafa björgunarmenn náð í sauðfé í sjálfheldu í Krýsuvíkurbjargi og þá hafa smábátar verið í vanda um allan sjó.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björgunarskipin Oddur V. Gíslason og Hannes Þ. Hafstein hafa farið nokkrar ferðir eftir vélavana bátum á haf út á meðan aðrir björgunarbátar hafa verið notaðir til að daga strandaða báta á flot.

Síðdegis í gær strandaði smábátur í fjörunni suður af Sandgerði. Hann var dregin á flot undir morgun af björgunarbátnum Þorsteini frá Sandgerði.
Snemma í morgun var svo Hannes Þ. Hafstein kallaður út til að sækja vélarvana bát. Komið var með hann í land í Sandgerði í hádeginu.

Fjöður GK á strandstað sunnan við Sandgerði í gærkvöldi.  Mynd tekin úr björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.