Annríki hjá björgunarsveitum
Talsvert annríki hefur verið hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum í morgun. Engin stór mál hafa þó komið upp, en víða hafa hlutir verið að fjúka. Björgunarsveitarmenn í Reykjanesbæ hafa verið að eltast við sorptunnur í morgun. Þá hafa jólaskreytingar verið að fjúka úr staurum og auglýsingaskilti fyrir einkarekna flugeldasölu ógnaði umferð þar sem það var fokið út á götu.
Mynd: Björgunarsveitarmenn í Björgunarsveitinni Suðurnes koma auglýsingaskilti í öruggt skjól nú í morgun. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi
Mynd: Björgunarsveitarmenn í Björgunarsveitinni Suðurnes koma auglýsingaskilti í öruggt skjól nú í morgun. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi