Annir hjá lögreglu
Töluverðar annir voru hjá lögreglunni í Keflavík aðfaranótt sunnudags en átta aðilar voru vistaðir í fangageymslum, m.a. vegna ölvunar á almannafæri, ætlaðs innbrots, fíkniefnamáls og þjófnaða
Eftir að lögreglu hafði verið tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir voru höfð afskipti af þremur mönnum sem reyndu að komast undan. Það bar ekki árangur og fann lögregla lítilræði af fíkniefnum í bíl mannanna. Einnig fannst þar ýmislegt sem ætla má að sé þýfi úr innbrotum.
Þá hafði lögregla hendur í hári tveggja innbortsþjófa sem brutust inn í verslun og þrír aðrir fengu að gista fangageymslur vegna ölvunar og óspekta á almannafæri
Mynd úr safni