Annir á hjólbarðaverkstæðum
Annríki hefur verið á hjólbarðaverkstæðum frá því fyrir helgi þegar fyrsti alvöru vetrarhvellurinn skall á. Í dag hefur víða verið nokkur bið eftir afgreiðslu, þó svo mesti hvellurinn, bæði í veðri og dekkjaskiptum, hafi verið á föstudaginn. Meðfylgjandi mynd var tekin hjá Sólningu í Njarðvík nú síðdegis, þar sem myndarlegt nagladekk var á leiðinni undir bíl.