Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Annasöm vika í Grindavíkurhöfn
Fimmtudagur 3. mars 2005 kl. 15:30

Annasöm vika í Grindavíkurhöfn

Síðastliðin vika hefur verið annasöm í Grindavíkurhöfn, um 700 tonn af bolfiski hefur verið landað af dagróðrabátum og línuskipum. 600 tonn af loðnu bárust með Háberginu og frystitogarar Þorbjarnar-Fiskaness h/f lönduðu allir um og eftir helgina mjög góðum afla samtals 1764 tonnum af afurðum og er verðmæti um 184 milljónir króna.
Samtals eru þetta um 3.050 tonn á land af óunnum fiski og frosnum afurðum.

Einnig kom Saltskip og losaði farm.

 

Tekið af www.grindavik.is

Mynd: Tekin um borð í Erling KE

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024