Annasöm vika hjá Brunavörnum Suðurnesja
Fremur annasamt var hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja í síðustu viku. Alls voru útköllin 26, þar af fjögur brunaútköll, tveir staðfestir brunar. Slökkviliðið fékk tilkynningu um að reykskynjari væri í gangi í íbúð við Ásabraut, þegar slökkvilið komum á staðinn kom í ljós að húsráðandi hafði sofnað út frá glóandi hellu á eldavél. Þá kom upp eldur í íþróttavallarhúsinu við Hringbraut. Við aðkomu kom í ljós að töluverður hiti og reykur var í húsinu, rúður voru að byrja að springa. Slökkvistarf gekk og var niðurlögum eldsins ráðið á örfáum mínútum, skemmdir vegna hita og reyks voru minniháttar. Talið er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða.
Önnur brunaútköll voru minniháttar og þörfnuðust ekki frekari aðgerðar.
Samtals var fjöldi sjúkraflutninga 23 og flestir vegna minniháttar slysa og veikinda.
Önnur brunaútköll voru minniháttar og þörfnuðust ekki frekari aðgerðar.
Samtals var fjöldi sjúkraflutninga 23 og flestir vegna minniháttar slysa og veikinda.