Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Annar eldsvoðinn í Oddi á Nesi
Fimmtudagur 26. mars 2009 kl. 14:05

Annar eldsvoðinn í Oddi á Nesi


Ekki er vitað um orsök eldsvoðans sem var í bátasmiðjunni Sólplasti í Sandgerði í gærkvöld en grunur beinist að bátnum Oddi á Nesi sem var til viðgerðar í smiðjunni. Unnið var við logsuðu í bátnum fyrr um kvöldið.
Þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í bátnum. Hann var í viðgerð í Sólplasti vegna elds sem kom upp í honum um miðjan febrúar og stóð til að sjósetja hann í morgun.  Hann er illa leikinn eftir eldinn í gærkvöldi og talinn ónýtur, samkvæmt því sem mbl.is greinir frá.

Þegar slökkvilið Sandgerðis kom á vettvang í gærkvöld stóðu eldtungurnar upp úr þakinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og hefta þar með útbreiðslu hana í önnur rými hússins.
---

VFmyndir/elg – Báturinn er illa farinn eftir eldinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024