Annar áfangi nýs hjúkrunarheimilis boðinn út
Reykjanesbær hefur auglýst eftir tilboðum í uppsteypu og utanhússfrágang vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ.
Verkið nær til að gera húsið fullfrágengið að utan og tilbúið fyrir innréttingar að innan og skal verkinu vera lokið eigi síðar en 1. október 2013.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt á verkefnavef verksins, lykilorð að útboðsgögnum veitir Karl Á. Ágústsson [email protected]. Einnig er hægt að fá gögnin afhent á geisladisk frá kl. 13:00 mánudaginn 3. september n.k. á skrifstofu THG Arkitekta Faxafeni 9, 108 Reykjavík.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Nesvalla Njarðarvöllum 4, Reykjanesbæ mánudaginn 24. september nk. kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Framkvæmdir við bygginguna hafa gengið vel en fyrsti áfangi sem var uppsteypa sá Hjalti Guðmundsson ehf. um.
Nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ verður 4.350 m2 að stærð, með 60 nýtískulegum einstaklingsíbúðum, en auk þess verður hluti af þegar byggðri þjónustumiðstöð á Nesvöllum nýtt fyrir starfsemi hjúkrunarheimilis. Stefnt er að því að taka nýtt hjúkrunarheimili í notkun í byrjun ársins 2014.