Andstæð breytingum á Rammaáætlun
Bæjarráð Reykjanesbæjar lýsti sig í dag samhljóða um andstöðu við breytingar á Rammáætlun frá þeirri tillögu sem lögð var fram í júlí 2011. Í bæjarráði Reykjanesbæjar sitja fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
Umsögnin um þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (Rammaáætlun) er svohljóðandi:
Sjónarmið umhverfisverndar eru góð og gild en þegar þau fara út í öfgar er í óefni komið. Í þessari tillögu er horft framhjá brýnni nauðsyn þess að skapa þúsundum atvinnulausra og nýrri kynslóð Íslendinga mannsæmandi lífsviðurværi með skynsamlegri nýtingu orkuauðlinda.
Þess vegna skorar bæjarráð Reykjanesbæjar á Alþingi að hafna tillögunni í núverandi mynd en virða þess í stað tillögu óháðra sérfræðinga frá því í júlí 2011. Sú tillaga sætti sjónarmið verndunar og nýtingar á fordómalausan hátt og var unnin af virðingu fyrir náttúrunni og manninum sem hluta af henni.