Andrésar leitað á Suðurnesjum
Um 70 hópar leitarfólks frá 17 björgunarsveitum leita í dag Andrésar Tómassonar sem saknað hefur verið frá heimili sínu í Reykjavík í rúma viku.
Á föstudag voru leitaðir vegir og slóðar í nágrenni höfuðborgarinnar en sú leit bar engan árangur. Í dag verða vegir og slóðar á Suðurnesjum og við Borgarfjörð leitaðir auk allra gatna og bryggja á höfuðborgarsvæðinu.
Almenningur er hvattur til að athuga vel sitt nærumhverfi, svo sem kjallaratröppur, bílskúra og fleira og láta lögreglu vita ef sést hefur til Andrésar eða bifreiðar hans sem er af gerðinni Suzuki Grand Vitara, ljósbrún að lit.
Ljósmynd að ofan: Kristján Haraldsson.