Andrea á Bryggjunni í fyrramálið
Andrea Ólafsdóttir verður milliliðalaust á Bryggjunni í Grindavík kl. 09:00 fyrir hádegi á morgun, miðvikudaginn 16. janúar. Andrea er fyrrverandi formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og mun halda framsögu ásamt því að svara spurningum.
Andrea bauð sig fram til forseta Íslands á síðasta ári. Hún er nú einnig í forsvari fyrir stjórnmálaflokkinn Dögun sem býður fram í fyrsta sinn nú í vor.
Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunni.