Sunnudagur 13. febrúar 2005 kl. 19:17
"Andlitum" útvarpstækja stolið
Í dag var tilkynnt um innbrot í fjórar bifreiðar í Keflavík og úr þeim öllum stolið framhlið af hljómflutningstækjum bifreiðanna. Tvær bifreiðanna voru á Mávabraut, ein á Suðurgötu og ein á Hólabraut. Ekki er vitað hver þarna var að verki.