Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Andlegar hugleiðslur á friðsamlegum mótmælum
Þriðjudagur 11. júní 2002 kl. 21:49

Andlegar hugleiðslur á friðsamlegum mótmælum

Um 200 manns fjölmenntu fyrir utan Njarðvíkurskóla í kvöld til að mótmæla aðgerðum yfirvalda vegna synjunar um landgögnuleyfi Falun Gong-meðlima til Íslands. Einnig voru yfirvöld harðlega gagnrýnd fyrir að loka fólkið inni. Talsmaður Falun Gong fékk að ræða við mótmælendur og tók sýnikennslu í hugleiðslu samtakanna. Mótmælendurnir tóku þátt í hugleiðslunni, en flestir þeirra sem komu voru utanbæjarfólk og var löng bílalest sem kom af Reykjanesbrautinni. Margir hverjir voru klæddir í gula búninga, en það er einmitt litur Falun Gong. Mótmælin hafa farið mjög friðsamlega fram.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024