Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Andlát sex sjúklinga og mál fimm annarra á HSS rannsökuð hjá lögreglu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 24. nóvember 2021 kl. 16:47

Andlát sex sjúklinga og mál fimm annarra á HSS rannsökuð hjá lögreglu

Andlát sex sjúklinga og meðferð annarra fimm er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum sem hún telur að ætla megi að hafi verið ótímabær eða borið að með saknæmum hætti. Úrskurður þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni. Lögreglan fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á HSS en hann er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi. Afleiðingar þeirra hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings samkvæmt heimildum visir.is

ruv.is segir að lögreglan hafi rökstuddan grun um að sjúklingarnir fimm hafi verið skráðir í lífslokameðferð að tilefnislausu og þannig hafi öryggi þeirra verið ógnað en þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Þar var fallist á körfu lögreglustjórans á Suðurnesjum að dómkvaddir verði tveir matsmenn til að svara spurningum í tengslum við andlát eins sjúklings. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í úrskurði Héraðsdóms segir m.a.: „Í málinu [er] verið að rannsakað andlát/mannslát sex einstaklinga sem ætla megi að hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Þá rannsaki lögregla einnig meðferð fimm annarra sjúklinga sem rökstuddur grunur sé um að hafi verið skráðir í lífslokameðferð á [...] að tilefnislausu og með því hafi öryggi þeirra verið ógnað.“

Umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, hætti störfum hjá Heilbrigðistofnun Suðurnesja eftir að landlæknir hóf rannsókn á störfum hans í nóvember 2019. Hann hefur undanfarna mánuði verið í endurmenntun á Landspítala og fékk samkvæmt heimiludm visir.is, endurnýjað takmarkað starfsleyfi. 

Héraðsdómur Reykjaness féllst á farbann yfir Skúla en Landsréttur hafnaði því að því er segir í frétt visir.is.