Anastasía er Qmenstúlkan 2004
Anastasía Sirenko var í nótt krýnd titlinum Qmen stúlkan 2004. Hún var valin úr hópi átta föngulegra fljóða og var að sögn dómnefndar óhemju erfitt að skera úr um hver hreppti hnossið.
Qmen kvöldið var haldið á veitingastaðnum Traffic og fór afar vel fram að sögn keppnishaldara. Húsið var troðfullt á meðan keppninni stóð og var ekki annað að sjá en að gestir skemmtu sér hið besta.
Fleiri myndir og nánari umfjöllun verður í næsta blaði Víkurfrétta