Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ánægjuvogin: Hitaveita Suðurnesja efst orkufyrirtækja fjórða árið í röð
Þriðjudagur 7. mars 2006 kl. 21:48

Ánægjuvogin: Hitaveita Suðurnesja efst orkufyrirtækja fjórða árið í röð

Hitaveita Suðurnesja var í 1. sæti í flokki veitufyrirtækja hjá Íslensku Ánægjuvoginni 2005 en flokkurinn samanstendur af Hitaveitu Suðurnesja, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur, Símanum og OgVodafone.  Er þetta 4 árið í röð sem Hitaveita Suðurnesja hf hreppir 1. sæti í flokkinum en fyrirtækið tók einmitt fyrst þátt í könnuninni fyrir 4 árum.  Viðurkenningar voru afhentar á Grand Hótel í hádeginu í dag.

Starfsmenn og stjórnendur Hitaveitu Suðurnesja hf eru að vonum ánægðir með þá viðurkenningu sem viðskiptavinir fyrirtækisins hafa fært þeim og þakka kærlega fyrir.  Á heimasíðu fyritækisins kemur fram að það sé von þeirra að geta áfram þjónustað viðskiptavini fyrirtækisins á ánægjulegan og skilvirkan hátt um ókomna tíð.

Helstu niðurstöður má nálgast á heimasíðu Samtaka Iðnaðarins með því að smella hér.

Af vef Hitaveitu Suðurnesja
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024