Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 12. mars 2003 kl. 15:25

Ánægjuvog Gallup 2002: Hitaveita Suðurnesja í fyrsta sæti

Flestir eru ánægðir með Hitaveitu Suðurnesja þegar kemur að veitufyrirtækjum á Íslandi, en þetta kemur fram í niðurstöðum úr íslensku ánægjuvoginni, mælingum IMG Gallups á ánægju viðskiptavina helstu fyrirtækja í nokkrum atvinnugreinum. Mælingar IMG Gallups eru hluti samstarfsverkefnis nokkurra Evrópuþjóða, en markmiðið með verkefninu er að láta fyrirtækjum og í sumum tilvikum neytendum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina. Kvarðinn sem stuðst er við er frá 0 og upp í 100. Hitaveita Suðurnesja hlaut 73,1 stig og Orkuveita Reykjavíkur var í öðru sæti með 72,2 stig. Á sviði smásöluverslunar var ánægjan mest með Olís, en Bónus var í neðsta sæti á sviði smásöluverslunar með 62,1 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024