Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ánægja meðal foreldra í Reykjanesbæ með grunnskóla bæjarins
Föstudagur 13. september 2013 kl. 10:11

Ánægja meðal foreldra í Reykjanesbæ með grunnskóla bæjarins

Foreldrar barna í grunnskólum Reykjanesbæjar eru í hópi ánægðustu foreldra á landinu með starf grunnskólanna, samkvæmt foreldrakönnun Skólapúlsins 2013.

Foreldrar í Reykjanesbæ eru almennt mjög ánægðir með nám og kennslu í skólum bæjarins, þar sem mikill meirihluti foreldra telja skólanna búa yfir hæfum og metnaðarfullum kennurum.

Foreldrar eru ánægðir með það námsefni sem kennt er í skólunum og eru ánægðir með hversu reglulega skólarnir veita gagnlegar upplýsingar um framvindu barna sinna í námi.

Þá eru foreldrar barna í Reykjanesbæ almennt mjög ánægðir með stjórnun skólanna.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024