Ánægja með ókeypis skólamat í Vogum
Í Stóru-Vogaskóla í Vogum er nemendum boðið upp á ókeypis hádegisverð. Í skólanum eldar kokkur matinn frá grunni og hafa niðurstöður Skólapúlsins sýnt að mikill meirihluti foreldra og nemenda eru ánægð með fyrirkomulagið. Víða um land greiða forráðamenn grunnskólanemenda nokkur þúsund krónur á mánuði fyrir hádegisverð barna sinna og því ljóst að barnafjölskyldur í Vogum spara tugi og jafnvel hundruði þúsunda á ári. Nánar verður fjallað um málið í Víkurfréttum sem koma út á morgun.