Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ánægja með fyrirkomulag æfingagjalda
Föstudagur 6. janúar 2017 kl. 06:00

Ánægja með fyrirkomulag æfingagjalda

Foreldrar í Grindavík eru mjög ánægðir með fyrirkomulag á greiðslu æfingagjalda. Fyrirkomulagið virkar þannig að greiddar eru 28 þúsund krónur á ári fyrir hvert barn á aldrinum 6-16 ára sem má þá æfa eins margar íþróttir og því sýnist. Í þjónustukönnun sem gerð var meðal foreldra sem eiga börn á grunnskólaaldri mældist 96% ánægja með fyrirkomulagið þar sem 85% sögðu það mjög gott og tæp 11% sögðu það nokkuð gott.

Á þriggja mánaða fresti er gert upp úr sjóði sem verður til af greiðslu æfingagjalda og skiptist greiðsla til deilda eftir þeirri prósentutölu sem verður til út frá fjölda iðkenda og æfingagjalda. Börnin æfa eins og þau vilja, í eins mörgum deildum og þau vilja og er enginn kvóti á því. Að sögn Bjargar Erlingsdóttur, sviðsstjóra menningar- og frístundasviðs Grindavíkurbæjar, reyna forsvarsmenn íþróttafélaganna að benda foreldrum og forráðamönnum á að álag geti verið mikið. Fyrirkomulagið var liður í því að draga úr brotthvarfi barna úr íþróttum og auka fjölbreytni í æfingum.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024