Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ánægja íbúa Grindavíkur yfir landsmeðaltali
Föstudagur 16. febrúar 2018 kl. 07:00

Ánægja íbúa Grindavíkur yfir landsmeðaltali

Grindavíkurbær kemur vel út í árlegri þjónustukönnun Gallup, könnunin er gerð árlega meðal 19 stærstu sveitarfélaga landsins. Í flestum þáttum er ánægja íbúa Grindavíkur yfir landsmeðaltali, ánægja við þjónustu barnafjölskylda kemur ekki vel út en erfitt hefur verið að fá pláss hjá dagmömmum og í leikskóla í bæjarfélaginu.

136 svöruðu könnuninni og voru 47% mjög ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á og 42% frekar ánægðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar kom að spurningunni hversu ánægðir íbúar eru með skipulagsmál almennt í sveitarfélaginu voru 45% ánægðir og 6% mjög óánægðir. 69% voru ánægðir með þjónustu grunnskóla sveitarfélagsins og 68% ánægja var með þjónustu leikskóla Grindavíkurbæjar. 86% voru ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar og 8% óánægðir.

Í heildina var 72% ánægja með þjónustu sveitarfélagsins, bæði út frá reynslu og áliti.