Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Án ökuréttinda grunaður um ölvun við akstur
Þriðjudagur 5. september 2017 kl. 06:00

Án ökuréttinda grunaður um ölvun við akstur

Lögreglan mældi ökumann á 148 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á Reykjanesbraut um helgina. Var ökumaðurinn einnig grunaður um ölvun við akstur og ók hann bifreiðinni sviptur ökuréttindum.
Lögreglan tók fáeina ökumenn til viðbótar en þeir voru grunaðir um vímuefnaakstur.
Þá voru tveir, auk þess fyrstgreinda, kærðir fyrir of hraðan akstur og skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024